Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Innlent 16.5.2025 21:53
Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Innlent 16.5.2025 21:04
Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Innlent 16.5.2025 20:36
Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru óvirk vegna bilunar. Svipuð bilun kom upp á sama stað síðdegis á miðvikudag. Innlent 16.5.2025 14:27
Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Innlent 16.5.2025 14:04
Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Virkja þarf tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar til þess að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi um 150 sjómílur austnorðaustur af landinu. Ekki er búist við að þyrla komist að skipinu fyrr en um hálf fimm í dag. Innlent 16.5.2025 13:56
Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Ekkert fékkst upp í tæplega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem afplánar nú langan dóm fyrir fjölda kynferðisbrota. Innlent 16.5.2025 13:47
Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár „Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár“ er yfirskrift ársfundar Landspítala sem haldinn er í Hörpu í dag. Innlent 16.5.2025 13:33
Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra. Innlent 16.5.2025 13:27
Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Innlent 16.5.2025 12:55
Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Innlent 16.5.2025 12:32
Rafmagnslaust á Granda Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar við Grandagarð og nágrenni í Reykjavík. Innlent 16.5.2025 12:16
Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Innlent 16.5.2025 12:01
Mál Margeirs til Landsréttar Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs. Innlent 16.5.2025 11:50
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 16.5.2025 11:40
Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. Innlent 16.5.2025 11:22
„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. Innlent 16.5.2025 11:19
Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra. Innlent 16.5.2025 08:44
Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Sævar Lárusson, öryggistjóri Vegagerðarinnar, segir fótinn þyngjast þegar sólin hækkar á lofti, rannsóknir sýni það. Ökumenn eigi þó að fara gætilega. Sævar ræddi öryggismál í Bítinu á Bylgjunni en Vegagerðin er víða í framkvæmdum og verður áfram í sumar. Innlent 16.5.2025 08:37
Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. Innlent 16.5.2025 08:10
Óvíst hvar börnin lenda í haust Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Innlent 16.5.2025 06:31
Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrrakvöld eða nótt tilkynnt um slagsmál fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Þar var einn einstaklingur á vettvangi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa lítið vilja ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál. Innlent 16.5.2025 06:29
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Innlent 15.5.2025 20:43
Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins. Innlent 15.5.2025 19:50