Handbolti

Bræðurnir spila sinn fyrsta lands­leik: „Gott að geta rifist aftur“

Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum.

Handbolti

ÍBV með góðan sigur á Haukum

ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik.

Handbolti

Aue eygir enn von | Bjarki Már marka­hæstur

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Handbolti

„Stelpurnar stóðust pressuna“

Valur vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins árið 2024. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn.

Handbolti

Ís­lenska lífið heillaði

Vinstri horna­maðurinn Oddur Gretars­son er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í at­vinnu­mennsku í hand­bolta í Þýska­landi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjöl­skyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æsku­slóðirnar á Akur­eyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir upp­eldis­fé­lag sitt Þór. Fjöl­skyldan var farinn að þrá ís­lenska lífið.

Handbolti