Innherji

Keypti sæl­gætis­gerðina Freyju fyrir vel á þriðja milljarð króna

Eignir Langasjávar, stór hluthafi í öllum þremur skráðu fasteignafélögunum og eigandi Ölmu íbúðafélags, rufu 100 milljarða króna múrinn um síðustu áramót en hagnaðurinn dróst engu að síður mikið saman, meðal annars vegna hækkandi fjármagnskostnaðar en félagið skuldar yfir 80 milljarða. Sælgætisgerðin Freyja bættist við eignasafn Langasjávar undir lok síðasta árs þegar það keypti fyrirtækið fyrir vel á þriðja milljarð króna.

Innherji

„Krepp­­u­­hund­­ur“ gelt­i ekki á Bret­­a held­­ur sýnd­i hag­­kerf­­ið við­­náms­­þrótt

Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll.

Innherji

Það sé hlut­höfum Kviku til hags­bóta að selja TM úr sam­stæðunni

Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir.

Innherji

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 

Innherji

All­góð­ar lík­ur á því að botn­inn hafi ver­ið sleg­inn í vaxt­a­hækk­un­ar­ferl­ið

Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði.

Innherji

Fé­lag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verð­fall á bréfum Marels

Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára.

Innherji

Seðlabankinn „staldrar við“ og á­kveður ó­vænt að halda vöxtum ó­breyttum

Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“

Innherji

Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „veru­lega“ banka­starf­semina

Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði.

Innherji

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 

Innherji

Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raun­vextir verði „háir lengi“

Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum.

Innherji

Verðlagning hlutabréfa lækkaði á ný

Í september lækkaði svonefndur hagsveifluleiðréttur hagnaður (CAPE) sem hlutfall af virði Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni, eða úr 29,4 í 26,6, sem má rekja til liðlega níu prósenta lækkunar á hlutabréfaverði félaganna að baki vísitölunni.

Umræðan

Félagið Icelandic Water endur­greiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock

Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.

Innherji

Á­vöxtunar­krafa ríkis­bréfa tók snarpa dýfu eftir kaup er­lends sjóðs

Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innherji

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.

Innherji

Háir lang­tíma­vextir vestan­hafs minnka á­huga fjár­festa á „framandi“ mörkuðum

Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.

Innherji

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.

Innherji

Fjár­festinga­fé­lag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.

Innherji

Banda­rískur sjóða­stýringar­risi vill fjár­festa í Car­b­fix fyrir milljarða

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.

Innherji

Ís­fé­lagið setur stefnuna á risa­skráningu á markað undir lok ársins

Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.

Innherji

Ó­dýr­ast­a trygg­ing­a­fé­lag­ið á hlut­a­bréf­a­mark­að­i sé „líklega“ TM

Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum.

Innherji

Hefur lækkun banka­skatts skilað sér til neyt­enda og fyrir­tækja?

Frægt er þegar Henry Kissinger utanríkisráðherra Nixons spurði Zhou Enlai kollega sinn í Kína hvaða áhrif franska byltingin hefði haft. Svar Zhou Enlai var að það væri of snemmt að segja til um það. Þetta hefur verið tekið sem dæmi um að Kínverjar hugsi til langs tíma. Reyndar hefur síðar komið ljós að líklega skildi Zhou Enlai spurninguna þannig að Kissinger væri að spyrja um stúdentauppreisnina 1968 en ekki stjórnarbyltinguna 1789. En sagan er góð.

Umræðan

Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð

Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.

Innherji