Viðskipti innlent

Skattar lækki á getnaðarvarnir og tíðavörur

Tólf þingmenn standa að frumvarpi sem kveður á um að allar tegundir getnaðarvarna, sem og einnota og margnota tíðavörur, falli í lægra þrep virðisaukaskattsins. Vörurnar myndu þá bera 11 prósent skatt en í dag er skatturinn á þær 24 prósent.

Viðskipti innlent

Helga leysir Bjarna af

Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar.

Viðskipti innlent

Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja

Jón Diðrik Jónsson segir að afþreyingarfyrirtækið Sena hafi stokkað upp viðskiptamódelið þrisvar frá árinu 2009. Tekjur Smárabíós jukust á milli ára í fyrra. Hann segir að Skeljungur hafi enn fremur dregið úr rekstrarkostnaði frá árinu 2014 þrátt fyrir launaskrið.

Viðskipti innlent

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Mókollur, félag Péturs Guðmundssonar, hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á árinu 2017 en það er þriðjungi meiri hagnaður en árið á undan. Mestu munar um matsbreytingu fasteigna sem var 1,4 milljarðar á síðasta ári en um 750 milljónir árið 2016.

Viðskipti innlent

WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun

Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu.

Viðskipti innlent