Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 09:56 Jungle Bar var í sölu í Hagkaupum í fjóra daga áður en Stefán og félagar þurftu að kippa því úr hillum. Vísir „Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“ Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30