Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 09:56 Jungle Bar var í sölu í Hagkaupum í fjóra daga áður en Stefán og félagar þurftu að kippa því úr hillum. Vísir „Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“ Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30