Innlent

Fáar kærur gegn lögreglu enda með dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Anton.
Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Anton.
Um 112 kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2005 til 2009 á hendur starfsmönnum lögreglu vegna meintra brota þeirra í störfum. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Í svarinu kemur jafnframt fram að af þessum 112 voru 33 mál felld niður, fallið var frá saksókn í þremur málum, rannsókn var hætt í 51 máli og kæru vísað frá í 13 málum. Hins vegar gekk dómur eða viðurlagaákvörðun í þremur málum og voru níu mál í vinnslu um áramótin 2009-2010. Ekki liggur fyrir hve margar kærur voru dregnar til baka í þeim málum þar sem rannsókn var hætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×