Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum 23. nóvember 2011 08:00 Brot á reglum? Margir leikir á Facebook eru brot á notendareglum og geta fyrirtæki átt von á að síðum þeirra verði lokað.fréttablaðið/ap Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira