Lífið

Fáðu þér brakandi flotta skjámynd frá Mið-Íslandi

Vísir býður lesendum hér að ná sér í glænýja og fantaflotta skjámynd frá grínhópnum Mið-Íslandi. Hópurinn hefur síðustu misseri verið við tökur á nýrri grínþáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í mars.

Skjámyndina teiknaði Pétur Antonsson en eins og sjá má í meðfylgjandi sýnishorni og á skjámyndinni bregður hópurinn sér í allra kvikinda líki í þáttunum.

Mið-Ísland gengið samanstendur af þeim Ara Eldjárn, Bergi Ebba, Jóhanni Alfreð, Dóru Jóhannsdóttur og Dóra DNA. Hópurinn skrifaði handritið að þáttunum ásamt Ragnari Hanssyni, sem leikstýrir. Mystery Island framleiðir þættina en þeir verða átta talsins.

Hægrismellið á annan hvorn hlekkinn hér fyrir neðan (fer eftir hlutföllum tölvuskjásins) og veljið "Save link as" til að ná í skjámyndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×