Viðskipti innlent

Fæðuöryggi falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram allt tal um fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar.
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram allt tal um fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Mynd/Auðunn Níelsson
Hagfræðiprófessor segir fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Hann segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti, og leggur til að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað frá grunni.

Íslenskur landbúnaður nýtur einna mests stuðnings í heimi í formi beinna styrkja og innflutningsverndar. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir markmið þessa stuðnings eiga að vera að tryggja bændum tekjur og að tryggja dreifða búsetu á landinu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann segir rökin um fæðuöryggi falsrök og eldgosið í Eyjafjallajökli hafi sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti. Eldgosið hafi kippt rekstrargrundvelli undan búskap á frjósamasta svæði landsins og því megi spyrja hvort matvælaöryggi verði best tryggt með innlendum landbúnaði eingöngu.

„Það er í sjálfu sér rétt en það sýnir þrátt fyrir allt það peningaaustur sem þarna á sér hvað þetta er engu að síður veikt,“ segir Þórólfur aðspurður hvort landbúnaður sé ekki stundaður víðar á landinu.

Hann segir jafnframt að styrkirnir nægi ekki til að tryggja bændum viðunandi tekjur og vill endurskoða landbúnaðarkerfið.

„Það þarf að endurskoða kerfið frá grunni. Menn ættu að hugaleiða að heimila miklu meiri innflutning á landbúnaðarafurðum. Ég er sannfærður um að það verður áfram landbúnaður í landinu en hann mun ekki framleið allt það sama og verið er að framleiða núna,“ segir Þórólfur.

Þórólfur telur að aukinn innflutningur matvæla geti átt hlut í matvælaöryggi þjóðarinnar og spyr hvort íslenskur landbúnaður gæti staðist áraunina ef klippt yrði á innflutning aðfanga til greinarinnar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×