Lífið

Fær nauðgunarhótanir í kjölfar myndbands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndband af konu sem labbar um New York borg í 10 klukkutíma og fær á meðan yfir 100 athugasemdir frá karlmönnum hefur vakið mikla athygli frá því að það var birt í gær.

Samtökin Hollaback sem stóðu að gerð myndbandsins hafa nú greint frá því að leikkonan sem tók að sér að labba um borgina hafi nú fengið nauðgunarhótanir á netinu vegna myndbandsins. Hótanirnar voru settar fram í athugasemdum við myndbandið á Youtube sem eyddi hótununum út.

Hollaback-samtökin berjast gegn áreitni og ógnunum sem fólk verður fyrir úti á götu. Samtökin segja að konur séu í þeim hópi fólks sem verður hvað mest fyrir slíkri áreitni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.