Fær þakkir frá fólki úti á götu 3. september 2012 17:00 Eiður Guðnason, Fékk lítil viðbrögð við málfarsábendingum sem hann sendi fjölmiðlum og byrjaði því að blogga. Þúsundasti pistillinn birtist í vikunni. Fréttablaðið/valli Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur verið iðinn við kolann að benda á það sem betur mætti fara í málfari fjölmiðla. Athugasemdir sínar birtir hann á vefsíðunni undir yfirskriftinni Molar um málfar og miðla á léninu Eidur.is sem og á vefsíðu DV. Pistlarnir eru tölusettir. Þegar þetta er skrifað er þeir orðnir 996 að talsins og hillir því undir þann þúsundasta. „Ætli hann birtist ekki um miðja viku, kannski á fimmtudag,“ segir Eiður, sem var að horfa á arabísku sjónvarpsstöðina Al Jazeera þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Eiður segir að sig hafi ekki grunað að pistlar hans ættu eftir að verða svo margir þegar hann byrjaði að skrifa þá. „Upphafið að þessu var að ég var farinn að hnjóta dálítið um málvillur, sérstaklega í sjónvarpi og útvarpi, og tók upp á því að senda fréttastofu Ríkisútvarpsins tölvuskeyti með vinsamlegum ábendingum. Ég gerði þetta alloft en fékk lítil sem engin viðbrögð. Þá datt mér í hug að byrja á þessum pistlum og fór að lesa blöðin og vefmiðlana með dálítið öðru hugarfari. Þannig fæddist þetta og ég skrifa að jafnaði svona fimm til sex sinnum í viku.“ Eiður var sjálfur blaðamaður á Alþýðublaðinu á árum áður og síðar fréttamaður hjá Sjónvarpinu. „Þar voru gerðar miklar kröfur um málfar, sérstaklega á fréttastofu Sjónvarpsins þar sem séra Emil Björnsson fréttastjóri las yfir allar fréttir. Maður var því alltaf að vanda sig.“ Margt hefur breyst síðan Eiður starfaði á fjölmiðlum og hann grunar að yfirlestur hafi minnkað með árunum. „Á fjölmiðlum vinnur fullt af góðu fólki sem hefur gott vald á málinu. En það er of mikið um að fólk sem hefur ekki máleyra, ef svo má segja, vinni að því er virðist eftirlitslaust. Það er eins og menn setjist niður og skrifi eða þýði frétt og það sé bara birt án þess að nokkur lesi yfir til að laga villur eða samræma textann. Þetta er sérstaklega áberandi á sumrin, þegar afleysingafólk er við störf.“ Eiður tekur eftir mörgum ambögum sjálfur en fær líka ábendingar frá lesendum, bæði í tölvupósti og í athugasemdakerfinu á heimasíðu sinni. „Ég er greinilega ekki einn um að taka eftir þessu og án þess að vilja vera að monta mig er það ótrúlega algengt að ókunnugt fólk víki sér að mér úti á götu og þakki mér fyrir molana. Það þykir mér vænt um og er hvetjandi.'' Eiður ætlar að halda molaskrifum áfram um sinn en veit ekki hversu lengi. En telur hann að molarnir hafi skilað árangri og bætt málfar meðal blaðamanna? „Ég get ekki mælt það en ég veit að þetta er lesið á ritstjórnum og fréttastofum. Einn ritstjóri þakkaði mér fyrir og sagði að ein frétt sem ég minntist á hefði verið svo slæm að hann hefði veitt viðkomandi blaðamanni svolitla áminningu. Ég hef það fyrir sið að nafngreina helst ekki nema ég sé að hæla mönnum en þeir sem eiga í hlut og lesa pistlana vita auðvitað upp á sig sökina.“ Ekki eru allir ánægðir með ábendingar Eiðs, enda getur hann verið harður í horn að taka. Sumum finnst hann helst til neikvæður og hnýta í hann fyrir að gera sjálfur stundum innsláttarvillur. Eiður lætur það ekkert á sig fá. „Ég hef því miður aldrei kunnað að vélrita,“ segir hann og hlær. „Það getur líka verið erfitt að lesa próförk af tölvuskjá og þegar maður er að lesa eigin texta hættir manni til að lesa í málið og þá fara villurnar fram hjá manni. Ég reyni þó að vanda mig og geri mitt besta. En þetta sýnir einmitt hvað yfirlestur er mikilvægur.“ Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur verið iðinn við kolann að benda á það sem betur mætti fara í málfari fjölmiðla. Athugasemdir sínar birtir hann á vefsíðunni undir yfirskriftinni Molar um málfar og miðla á léninu Eidur.is sem og á vefsíðu DV. Pistlarnir eru tölusettir. Þegar þetta er skrifað er þeir orðnir 996 að talsins og hillir því undir þann þúsundasta. „Ætli hann birtist ekki um miðja viku, kannski á fimmtudag,“ segir Eiður, sem var að horfa á arabísku sjónvarpsstöðina Al Jazeera þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Eiður segir að sig hafi ekki grunað að pistlar hans ættu eftir að verða svo margir þegar hann byrjaði að skrifa þá. „Upphafið að þessu var að ég var farinn að hnjóta dálítið um málvillur, sérstaklega í sjónvarpi og útvarpi, og tók upp á því að senda fréttastofu Ríkisútvarpsins tölvuskeyti með vinsamlegum ábendingum. Ég gerði þetta alloft en fékk lítil sem engin viðbrögð. Þá datt mér í hug að byrja á þessum pistlum og fór að lesa blöðin og vefmiðlana með dálítið öðru hugarfari. Þannig fæddist þetta og ég skrifa að jafnaði svona fimm til sex sinnum í viku.“ Eiður var sjálfur blaðamaður á Alþýðublaðinu á árum áður og síðar fréttamaður hjá Sjónvarpinu. „Þar voru gerðar miklar kröfur um málfar, sérstaklega á fréttastofu Sjónvarpsins þar sem séra Emil Björnsson fréttastjóri las yfir allar fréttir. Maður var því alltaf að vanda sig.“ Margt hefur breyst síðan Eiður starfaði á fjölmiðlum og hann grunar að yfirlestur hafi minnkað með árunum. „Á fjölmiðlum vinnur fullt af góðu fólki sem hefur gott vald á málinu. En það er of mikið um að fólk sem hefur ekki máleyra, ef svo má segja, vinni að því er virðist eftirlitslaust. Það er eins og menn setjist niður og skrifi eða þýði frétt og það sé bara birt án þess að nokkur lesi yfir til að laga villur eða samræma textann. Þetta er sérstaklega áberandi á sumrin, þegar afleysingafólk er við störf.“ Eiður tekur eftir mörgum ambögum sjálfur en fær líka ábendingar frá lesendum, bæði í tölvupósti og í athugasemdakerfinu á heimasíðu sinni. „Ég er greinilega ekki einn um að taka eftir þessu og án þess að vilja vera að monta mig er það ótrúlega algengt að ókunnugt fólk víki sér að mér úti á götu og þakki mér fyrir molana. Það þykir mér vænt um og er hvetjandi.'' Eiður ætlar að halda molaskrifum áfram um sinn en veit ekki hversu lengi. En telur hann að molarnir hafi skilað árangri og bætt málfar meðal blaðamanna? „Ég get ekki mælt það en ég veit að þetta er lesið á ritstjórnum og fréttastofum. Einn ritstjóri þakkaði mér fyrir og sagði að ein frétt sem ég minntist á hefði verið svo slæm að hann hefði veitt viðkomandi blaðamanni svolitla áminningu. Ég hef það fyrir sið að nafngreina helst ekki nema ég sé að hæla mönnum en þeir sem eiga í hlut og lesa pistlana vita auðvitað upp á sig sökina.“ Ekki eru allir ánægðir með ábendingar Eiðs, enda getur hann verið harður í horn að taka. Sumum finnst hann helst til neikvæður og hnýta í hann fyrir að gera sjálfur stundum innsláttarvillur. Eiður lætur það ekkert á sig fá. „Ég hef því miður aldrei kunnað að vélrita,“ segir hann og hlær. „Það getur líka verið erfitt að lesa próförk af tölvuskjá og þegar maður er að lesa eigin texta hættir manni til að lesa í málið og þá fara villurnar fram hjá manni. Ég reyni þó að vanda mig og geri mitt besta. En þetta sýnir einmitt hvað yfirlestur er mikilvægur.“
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent