Færeyingar færast nær réttarbreytingu Guðsteinn skrifar 13. október 2012 00:30 Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum.Mynd/NUD Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri." Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri."
Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05