Innlent

Færeyingar lána Íslendingum

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.

Færeyska landstjórnin tilkynnti á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag að hún hyggst veita Íslendingum 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrislán en það samsvarar 6,1 milljarði íslenskra króna.

Allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum eru samþykkir ákvörðun landstjórnarinnar. Færeyska þingið þarf þó að samþykkja lánið.

Áður en tilkynnt var um lánveitinguna höfðu Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, Jörgin Niclasen utanríkisráðherra Færeyja og Jóannes Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyja átt fund með Geir H. Haarde  og Árna M. Mathiesen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×