Færri börn koma í kirkjuna fyrir jólin en áður 11. desember 2011 19:45 Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira