Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2016 07:00 Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00
Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47
Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21