Lífið

Falskur fugl verðlaunaður í New Jersey

Álfrún Pálsdóttir skrifar
„Ég veit sáralítið um þessi mál og leitaði því til aðila sem ég þekki og treysti til að fá góð ráð varðandi hátíðir og það má segja að það hafi borgað sig,“ segir leikstjórinn Þór Ómar Jónsson en kvikmynd hans, Falskur fugl, hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Lighthouse, International Film Festival, í New Jersey á dögunum.

Kvikmyndin Falskur fugl var frumsýnd hér á landi fyrir rúmu ári og hlaut góðar viðtökur. Handritið er byggt á samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar. Það voru þýskir samstarfsaðilar Þórs Ómars sem bentu honum á að sækja um fyrir myndina á nokkrum hátíðum í Bandaríkjunum.

Leikstjórinn Þór Ómar Jónsson er ánægður með verðlaunin sem Falskur fugl hlaut vestanhafs.Fréttablaðið/Pjetur
Verðlaunin segir hann vera gott klapp á bakið fyrir aðstandendur myndarinnar. „Fyrir okkur sem stóðum að gerð myndarinnar er þetta bara einfaldlega geggjað og mun án efa koma myndinni á framfæri hér í Bandaríkjunum. Hún verður einnig sýnd á hátíð í Seúl í þessum mánuði og vonandi sem víðast.“

Þór nýtur þessa dagana veðursældarinnar í Los Angeles þar sem hann bjó í mörg ár og á marga vini. „Ég er nýbúinn að klára heimildarmynd sem heitir Biðin og var frumsýnd á Listahátíð í síðustu viku.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×