Innlent

Fangageymslur fullar í Reykjavík - þrjár líkamsárásir

Þrjár líkamsárásir komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Árásarþolar eru með áverka á höfði svo sem nefbrot. Öll málin voru aðskild, en aðeins einn var fluttur á slysadeild.

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fullar eftir nóttina en þau mál tengjast flest öll ölvunarakstri. Átta ökumenn voru handteknir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í nótt. Af þessum aðilum voru þrír sviptir ökuréttindum til bráðabirgða og þrír höfðu lent í umferðaóhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×