Fanney Evrópumeistari: Markmiðið var að komast á verðlaunapall 7. ágúst 2015 09:00 Fanney Hauksdóttir leit alls ekki út eins og nýliði á fyrsta stórmóti sínu í hópi fullorðinna.. Fréttablaðið/Daníel Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti