Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 11:19 Noel var í ævintýraleit og hann fann ævintýri strax á fyrsta degi. Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40