Fáránleg fjölmiðlalög Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 19. apríl 2011 09:31 Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli?
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar