Fáránleg fjölmiðlalög Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 19. apríl 2011 09:31 Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli?
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun