Fáránleg fjölmiðlalög Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 19. apríl 2011 09:31 Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ? Frétta- og blaðamennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegnum harðplast og gler. Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðishyggju bak við aðra hverja setningu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum." Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd - í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli?
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun