Innlent

Farþegar geta hugsanlega flogið aftur til Bandaríkjanna í kvöld

Flugvélin þegar hún lenti í kvöld. Mynd Páll Ketilsson.
Flugvélin þegar hún lenti í kvöld. Mynd Páll Ketilsson.
Farþegum flugvélarinnar með bilaða hjólabúnaðinn býðst til þess að fljúga aftur til Orlando í Bandaríkjunum strax í kvöld. Fram kom í viðtali á RÚV við Sigríði Guðmundsdóttur, sem er í teymi almannavarna á vegum Landlæknis, að farþegar gætu flogið aftur til Bandaríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni þá er vél til reiðu til þess að fljúga yfir til Bandaríkjanna, en ekki er búið að taka endanlega ákvörðun hvort það verður flogið strax í kvöld. Á vef Keflavíkurflugvallar kemur fram að næsta vél til Orlando fljúgi klukkan ellefu í kvöld.

Farþegarnir hafa eytt um fjórum klukkustundum í flugvélinni, þar af tveimur þar sem hún hringsólaði skammt fyrir utan Reykjanesið, því flugstjóri vildi brenna eldsneyti.

Ekki er ljóst hvort farþegar þiggi boðið, en áfallateymi er á Keflavíkurflugvelli til þess að aðstoða farþegana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×