Fastað á stóru orðin Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Fasta er töfraorð í samtímanum. Allt árið er fastað til að koma skikki á líkamsþyngd, blóðsykur og mittismál. Sum okkar fasta á hveiti eða sykur, á kjöt, áfengi eða nammi. Markmiðið er að hnika hegðun og venjum sem gera okkur ekki gott. Fastan á sér trúarlegar rætur. Við lesum um föstur í Gamla og Nýja testamentinu. Jesús fastaði í fjörutíu daga í eyðimörkinni og kirkjan heldur föstu í aðdraganda jóla og páska. Múslímar fasta frá sólarupprás til sólarlags í Ramadanmánuði. Markmið hinnar trúarlegu föstu er að rækta andann og efla trúræknina með því að leggja líkamlegar þarfir eða hvatir til hliðar. Aðferðafræði föstunnar virkar líka í öðru samhengi og þarf ekki að takmarkast við að halda sig frá mat. Við getum fastað til góðs fyrir samfélagið okkar hér og nú, með því að leggja af hegðun og venjur sem draga okkur öll niður. Óvægin orð, illt umtal og uppnefni eitra andrúmsloft og menga sameiginleg rými okkar. Samhengi slíkra orða getur verið pólitískt eða persónulegt, þau eru sögð í fúlustu alvöru eða undir formerkjum húmors. Óháð samhenginu er slík umræða íþyngjandi. Hún getur orðið eins og illkynja æxli þegar hún grefur sig inn í þjóðarlíkamann. Hún stendur í vegi fyrir því að við þroskumst sem einstaklingar og samfélag og getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum. Á þessari föstu skulum við fasta á stóryrtar yfirlýsingar um annað fólk, hvort sem er í persónulegum samskiptum, á ræðustóli, í fjölmiðlum eða á netinu. Markmiðið með föstu er nefnilega að verða betri manneskja í betra samfélagi. Föstum á stóru orðin og sjáum hvort við njótum ekki öll góðs af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fasta er töfraorð í samtímanum. Allt árið er fastað til að koma skikki á líkamsþyngd, blóðsykur og mittismál. Sum okkar fasta á hveiti eða sykur, á kjöt, áfengi eða nammi. Markmiðið er að hnika hegðun og venjum sem gera okkur ekki gott. Fastan á sér trúarlegar rætur. Við lesum um föstur í Gamla og Nýja testamentinu. Jesús fastaði í fjörutíu daga í eyðimörkinni og kirkjan heldur föstu í aðdraganda jóla og páska. Múslímar fasta frá sólarupprás til sólarlags í Ramadanmánuði. Markmið hinnar trúarlegu föstu er að rækta andann og efla trúræknina með því að leggja líkamlegar þarfir eða hvatir til hliðar. Aðferðafræði föstunnar virkar líka í öðru samhengi og þarf ekki að takmarkast við að halda sig frá mat. Við getum fastað til góðs fyrir samfélagið okkar hér og nú, með því að leggja af hegðun og venjur sem draga okkur öll niður. Óvægin orð, illt umtal og uppnefni eitra andrúmsloft og menga sameiginleg rými okkar. Samhengi slíkra orða getur verið pólitískt eða persónulegt, þau eru sögð í fúlustu alvöru eða undir formerkjum húmors. Óháð samhenginu er slík umræða íþyngjandi. Hún getur orðið eins og illkynja æxli þegar hún grefur sig inn í þjóðarlíkamann. Hún stendur í vegi fyrir því að við þroskumst sem einstaklingar og samfélag og getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum. Á þessari föstu skulum við fasta á stóryrtar yfirlýsingar um annað fólk, hvort sem er í persónulegum samskiptum, á ræðustóli, í fjölmiðlum eða á netinu. Markmiðið með föstu er nefnilega að verða betri manneskja í betra samfélagi. Föstum á stóru orðin og sjáum hvort við njótum ekki öll góðs af.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun