Fátt því til fyrirstöðu að IKEA-hús geti risið á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2015 13:15 Málþing um hagkvæma og umhverfisvæna byggingarkosti í þéttbýli var haldið í verslun IKEA í dag. Vísir/Anton Brink Ekki er fyrirhugað að IKEA reisi ódýr hús hér á Íslandi eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Að mati forstjóra Mannvirkjastofnunar er þó fátt því til fyrirstöðu að slík hús geti risið hér á landi. Þetta kom fram á málþingi sem IKEA hélt í dag sem bar yfirskriftina Hagkvæmir og umhverfisvænir byggingarkostir í þéttbýli. Þar komu saman íslenskir og erlendir sérfræðingar til að ræða hvernig byggja mætti hagkvæm og ódýr hús á viðráðanlegu verði. Áhersla var lögð á hvernig nýta mæti timbur sem byggingarefni.Tiltölulega fljótlegt er að reisa Bo Klok húsin.Vísir/GettyBo Klok húsin 20-30 prósent ódýrari en hefðbundin hús Ewa Magnusson, framkvæmdastjóri hjá Bo Klok, samstarfsverkefni IKEA og verktakafyrirtækisins Skanska, sem byggt hafa saman ódýr hús víðsvegar um Evrópu kynnti þær lausnir sem fyrirtækið hefur nýtt sér til að byggja þúsundir íbúa á Norðurlöndunum síðastliðin ár og rætt hefur veruð um að komi hingað til lands. Húsin eru svokölluð einingarhús úr timbri og eru einingarnar framleiddar í verksmiðjum, fluttar á byggingarstaðinn og reistar á steyptum grunni. Bo Klok bíður upp á fjölmargar tegundir af húsum, allt frá fjögurra hæða blokkum niður í minni parhús. Kostnaðarmunurinn felst einkum í því að húsin eru fjöldaframleidd. Í máli Ewu kom fram að verð á húsum frá Bo Klok væri um 20-30 prósent lægra en verð á sambærilegum venjulegum húsum. Byggingarferlið væri stutt og í raun mætti reysa minnstu íbúðirnar á einum degi. Um 80% af byggingartíma húsanna fer fram í verksmiðjum þar sem einingarnar eru framleiddar. Aðalviðskiptavinur Bo Klok eru fjölskyldur en um 20% af húsum væri seld til sveitarfélaga og leigufélaga með það að markmiði að bjóða upp á leiguíbúðir. Sagði Ewa að ekki væri á dagskránni að byggja slík hús á Íslandi en að fyrirtækið væri ávallt reiðubúið til þess að kynna sýnar lausnir væri áhugi fyrir slíku.Gamli skóli, hús Menntaskólans á Akureyri er dæmi um einingarhús úr timbri. Það kom að mestu forsniðið frá Noregi í upphafi 20. aldar og var reist á fimm mánuðum.Mynd/Kristján J. KristjánssonHægt að flytja heila borg af húsum á einu flutningaskipi Anders Josephsson frá The Swedish Wood Building Council og Lars Johanson frá AIX arkítektum kynntu hvernig nýta mætti timbur sem byggingarefni. Anders lagði áherslu á hversu hratt mætti byggja væri timbur notað sem undirstöðuefni. Tók hann sem dæmi að byggja þyrfti um 400.000 íbúður í Svíþjóð á næstu 5 árum til að anna eftirspurn og að það myndi aldrei takast með núverandi byggingarhraða. Hinsvegar væri hægt að að byggja margra hæða byggingu með timburburðarvirki á um 15 vikum. Þar að auki væri timbur umhverfisvænt byggingarefni og undir það tók Lars sem sagði að skógarnir á norðurhjara veraldar gætu á sjálfbæran hátt staðið undir því að timbur yrði eitt að aðalbyggingarefnum framtíðarinnar. Lars og arkíktektastofan hans hafa þróað lausn sem er svipuð og við þekkjum frá IKEA þar sem timbureiningum er pakkað í flata pakka. Þannig mætti senda heilu borgirnar á milli landa í einu flutningaskipi í gámum og sagði hann lítið mál að tengja Ísland við það flutninganet yrði það sett upp. Nefndi Lars til sögunnar fjölmörg dæmi um möguleikana á því að byggja úr timbur og sýndi myndir af stórum hótelum, bílastæðahúsum og skrifstofubyggingum þar sem burðarvirkið væri úr tré. Bar þar helst að nefna Copperhill Mountain Lodge, risastórt skíðahótel sem arkítektastofa Lars vann að og er að mestu úr timbri.Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Ekkert því til fyrirstöðu að Bo Klok komi til Íslands Allir fyrirlesaranir tæptu á ákveðnum fordómum í garð timburbygginga og þá sérstaklega varðandi brunahættuna. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og sérfræðingur í brunavörnum timburbygginga var með svarið við því. Sagði hann að byggingarreglugerðir væru orðnar þannig að hvaða byggingarefni sem er þyrfti að uppfylla ákveðnar brunavarnarkröfur. Þannig mætti í raun byggja úr hverju sem er svo lengi sem það stæðist þessar kröfur. Mikil þekking hafi orðið til á brunavörnum timburbygginga á undanförnum áratugum og því ættu brunavarnir þessara bygginga ekki að vera vandamál líkt og fyrr á öldum þegar heilu borgarhverfin fuðruðu upp í eldsvoðum. Bjarni bar saman minnstu íbúðina sem Bo Klok býður upp á við íslenskar byggingarreglugerðir og sá hann fátt sem stangaðist á við íslenskar reglugerðir. Að hans viti væri því fátt því til fyrirstöðu að byggja ódýr einingarhús úr timbri eins og Bo Klok sérhæfir sig í. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra lokaði svo málstofunni með því að lýsa því yfir að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um tillögur um það hvernig byggja mætti upp íbúðir hér á landi á sem ódýrasta og fljótlegastan máta. Sagði hún að það yrði að bregðast við húsnæðisvandanum hér á landi og til þess væri best að líta til lausna sem önnur lönd hafa gripið til. Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Föstudagsviðtalið: Við getum búið þröngt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 17. júlí 2015 08:00 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Fjöldaframleidd einingahús eru ein lausn við vaxandi húsnæðisskorti. Ekki er víst að breyta þurfi byggingarreglugerð til að reisa slík hús. 22. október 2015 19:30 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Úttekt á leigumarkaðnum: Aldrei erfiðara að leigja í höfuðborginni Minnstu íbúðirnar eru dýrastar á hvern fermetra og mið- og vesturbær Reykjavíkur vestan Kringlumýrarbrautar eru dýrustu hverfin. 3. október 2015 12:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að IKEA reisi ódýr hús hér á Íslandi eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Að mati forstjóra Mannvirkjastofnunar er þó fátt því til fyrirstöðu að slík hús geti risið hér á landi. Þetta kom fram á málþingi sem IKEA hélt í dag sem bar yfirskriftina Hagkvæmir og umhverfisvænir byggingarkostir í þéttbýli. Þar komu saman íslenskir og erlendir sérfræðingar til að ræða hvernig byggja mætti hagkvæm og ódýr hús á viðráðanlegu verði. Áhersla var lögð á hvernig nýta mæti timbur sem byggingarefni.Tiltölulega fljótlegt er að reisa Bo Klok húsin.Vísir/GettyBo Klok húsin 20-30 prósent ódýrari en hefðbundin hús Ewa Magnusson, framkvæmdastjóri hjá Bo Klok, samstarfsverkefni IKEA og verktakafyrirtækisins Skanska, sem byggt hafa saman ódýr hús víðsvegar um Evrópu kynnti þær lausnir sem fyrirtækið hefur nýtt sér til að byggja þúsundir íbúa á Norðurlöndunum síðastliðin ár og rætt hefur veruð um að komi hingað til lands. Húsin eru svokölluð einingarhús úr timbri og eru einingarnar framleiddar í verksmiðjum, fluttar á byggingarstaðinn og reistar á steyptum grunni. Bo Klok bíður upp á fjölmargar tegundir af húsum, allt frá fjögurra hæða blokkum niður í minni parhús. Kostnaðarmunurinn felst einkum í því að húsin eru fjöldaframleidd. Í máli Ewu kom fram að verð á húsum frá Bo Klok væri um 20-30 prósent lægra en verð á sambærilegum venjulegum húsum. Byggingarferlið væri stutt og í raun mætti reysa minnstu íbúðirnar á einum degi. Um 80% af byggingartíma húsanna fer fram í verksmiðjum þar sem einingarnar eru framleiddar. Aðalviðskiptavinur Bo Klok eru fjölskyldur en um 20% af húsum væri seld til sveitarfélaga og leigufélaga með það að markmiði að bjóða upp á leiguíbúðir. Sagði Ewa að ekki væri á dagskránni að byggja slík hús á Íslandi en að fyrirtækið væri ávallt reiðubúið til þess að kynna sýnar lausnir væri áhugi fyrir slíku.Gamli skóli, hús Menntaskólans á Akureyri er dæmi um einingarhús úr timbri. Það kom að mestu forsniðið frá Noregi í upphafi 20. aldar og var reist á fimm mánuðum.Mynd/Kristján J. KristjánssonHægt að flytja heila borg af húsum á einu flutningaskipi Anders Josephsson frá The Swedish Wood Building Council og Lars Johanson frá AIX arkítektum kynntu hvernig nýta mætti timbur sem byggingarefni. Anders lagði áherslu á hversu hratt mætti byggja væri timbur notað sem undirstöðuefni. Tók hann sem dæmi að byggja þyrfti um 400.000 íbúður í Svíþjóð á næstu 5 árum til að anna eftirspurn og að það myndi aldrei takast með núverandi byggingarhraða. Hinsvegar væri hægt að að byggja margra hæða byggingu með timburburðarvirki á um 15 vikum. Þar að auki væri timbur umhverfisvænt byggingarefni og undir það tók Lars sem sagði að skógarnir á norðurhjara veraldar gætu á sjálfbæran hátt staðið undir því að timbur yrði eitt að aðalbyggingarefnum framtíðarinnar. Lars og arkíktektastofan hans hafa þróað lausn sem er svipuð og við þekkjum frá IKEA þar sem timbureiningum er pakkað í flata pakka. Þannig mætti senda heilu borgirnar á milli landa í einu flutningaskipi í gámum og sagði hann lítið mál að tengja Ísland við það flutninganet yrði það sett upp. Nefndi Lars til sögunnar fjölmörg dæmi um möguleikana á því að byggja úr timbur og sýndi myndir af stórum hótelum, bílastæðahúsum og skrifstofubyggingum þar sem burðarvirkið væri úr tré. Bar þar helst að nefna Copperhill Mountain Lodge, risastórt skíðahótel sem arkítektastofa Lars vann að og er að mestu úr timbri.Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Ekkert því til fyrirstöðu að Bo Klok komi til Íslands Allir fyrirlesaranir tæptu á ákveðnum fordómum í garð timburbygginga og þá sérstaklega varðandi brunahættuna. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og sérfræðingur í brunavörnum timburbygginga var með svarið við því. Sagði hann að byggingarreglugerðir væru orðnar þannig að hvaða byggingarefni sem er þyrfti að uppfylla ákveðnar brunavarnarkröfur. Þannig mætti í raun byggja úr hverju sem er svo lengi sem það stæðist þessar kröfur. Mikil þekking hafi orðið til á brunavörnum timburbygginga á undanförnum áratugum og því ættu brunavarnir þessara bygginga ekki að vera vandamál líkt og fyrr á öldum þegar heilu borgarhverfin fuðruðu upp í eldsvoðum. Bjarni bar saman minnstu íbúðina sem Bo Klok býður upp á við íslenskar byggingarreglugerðir og sá hann fátt sem stangaðist á við íslenskar reglugerðir. Að hans viti væri því fátt því til fyrirstöðu að byggja ódýr einingarhús úr timbri eins og Bo Klok sérhæfir sig í. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra lokaði svo málstofunni með því að lýsa því yfir að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um tillögur um það hvernig byggja mætti upp íbúðir hér á landi á sem ódýrasta og fljótlegastan máta. Sagði hún að það yrði að bregðast við húsnæðisvandanum hér á landi og til þess væri best að líta til lausna sem önnur lönd hafa gripið til.
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Föstudagsviðtalið: Við getum búið þröngt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 17. júlí 2015 08:00 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Fjöldaframleidd einingahús eru ein lausn við vaxandi húsnæðisskorti. Ekki er víst að breyta þurfi byggingarreglugerð til að reisa slík hús. 22. október 2015 19:30 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Úttekt á leigumarkaðnum: Aldrei erfiðara að leigja í höfuðborginni Minnstu íbúðirnar eru dýrastar á hvern fermetra og mið- og vesturbær Reykjavíkur vestan Kringlumýrarbrautar eru dýrustu hverfin. 3. október 2015 12:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00
Föstudagsviðtalið: Við getum búið þröngt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 17. júlí 2015 08:00
IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26
Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Fjöldaframleidd einingahús eru ein lausn við vaxandi húsnæðisskorti. Ekki er víst að breyta þurfi byggingarreglugerð til að reisa slík hús. 22. október 2015 19:30
Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45
Úttekt á leigumarkaðnum: Aldrei erfiðara að leigja í höfuðborginni Minnstu íbúðirnar eru dýrastar á hvern fermetra og mið- og vesturbær Reykjavíkur vestan Kringlumýrarbrautar eru dýrustu hverfin. 3. október 2015 12:00