Innlent

Feðgar í jólaskapi drógu hrefnu á flot

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Feðgarnir Magnús Ölver Ásbjörnsson og Ásbjörn Ingi Magnússon drógu hrefnu á flot sem strandað hafði í fjörunni fyrir innan Hellu í Steingrímsfirði í dag. Karlína Rós, dóttir Magnúsar, stóð í fjörunni og náði myndbandi af björguninni.

„Við vorum bara að koma úr kaupstaðarferð frá Hólmavík og sáum hana frá veginum,“ segir Magnús í samtali við Vísi, en fjölskyldan er búsett á Drangsnesi.

„Við vorum þarna í svona hálftíma og ákváðum síðan að bruna heim, fara í flotgalla, og ýta henni út áður en það fjaraði meira út.“

Magnús segir í myndbandinu að um jólagóðverkið sé að ræða og fær hrefnan meira að segja jólakveðju þegar hún syndir á brott.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×