Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:01 Ekki er gert ráð fyrir því að börn geti keypt stakar máltíðir þegar mikið liggur við. Fréttablaðið/Stefán Ellefu ára stúlku var neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla þar sem hún er ekki í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg. Móðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotin og sendir hana alla jafna með nesti í skólann. Hún vildi gera á því undantekningu og leyfa henni að taka þátt í hátíðahöldunum á öskudag. Pítsur voru á boðstólum í tilefni dagsins. Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu. Hún ákvað að fara og spyrja skólastjórann, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, hvort ekki væri hægt að gera undantekningu bara þennan dag og leyfa henni að kaupa sneiðina en fékk aftur neitun. Sigurlaug Hrund staðfesti þetta og sagði aðeins nemendur sem eru í mataráskrift borði mat frá mötuneytinu. Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar og fyrirkomulagið er það sama í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Máltíðin kostar 355 krónur en ekki er sveigjanleiki í kerfinu til að borga stakar máltíðir og innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði, eða 7.100 krónur. Móðirin segist ekki átta sig á reglum um áskrift og talar ekki íslensku. Hún sagðist þó spyrja sig hvort ekki væri hægt að líta fram hjá stífum reglum af góðvild. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ellefu ára stúlku var neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla þar sem hún er ekki í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg. Móðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotin og sendir hana alla jafna með nesti í skólann. Hún vildi gera á því undantekningu og leyfa henni að taka þátt í hátíðahöldunum á öskudag. Pítsur voru á boðstólum í tilefni dagsins. Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu. Hún ákvað að fara og spyrja skólastjórann, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, hvort ekki væri hægt að gera undantekningu bara þennan dag og leyfa henni að kaupa sneiðina en fékk aftur neitun. Sigurlaug Hrund staðfesti þetta og sagði aðeins nemendur sem eru í mataráskrift borði mat frá mötuneytinu. Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar og fyrirkomulagið er það sama í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Máltíðin kostar 355 krónur en ekki er sveigjanleiki í kerfinu til að borga stakar máltíðir og innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði, eða 7.100 krónur. Móðirin segist ekki átta sig á reglum um áskrift og talar ekki íslensku. Hún sagðist þó spyrja sig hvort ekki væri hægt að líta fram hjá stífum reglum af góðvild.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira