Fékk lágmarksrefsingu fyrir kókaínsmygl í Argentínu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2014 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36
Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00