Fótbolti

Fékk léttklæddar konur og bílaþvott í verðlaun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Twitter
Guðlaugur Victor Pálsson var á dögunum valinn besti maður vallarins í æfingaleik NEC Nijmegen og Osasuna.

Hollenska félagið hefur fyrir sið að verðlauna besta leikmanninn með bílaþvotti. Þannig er staðið að hlutunum að þrjár fáklæddar stúlkur eru fengnar til verksins.

„Þökk sé NEC Nijmegen fyrir að verðlauna mig sem besta mann vallarins gegn Osasuna. Bíllinn hefur aldrei verið hreinni," skrifaði Guðlaugur Victor við myndina að ofan sem hann birti á Twitter.

Independent greinir frá því að dömurnar þrjár hafi verið ráðnar til þess að þrífa bíl þess leikmanns sem stendur sig best að loknum hverjum leik hollenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×