Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 19:02 Hvorki borgarstjóri Reykjavíkur né trúarleiðtogi múslima á Íslandi vissu af gjöf Sádi Arabíu. „Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“ Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“
Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira