Félagslegt heilbrigðiskerfi og einkavæðingin Rúnar Vilhjálmsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun