Innlent

Féllu í hálku og runnu niður um 100 metra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngufólk sem rann til í hálku og féll niður hlíð í Skarðsdal á Skarðsheiði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngufólk sem rann til í hálku og féll niður hlíð í Skarðsdal á Skarðsheiði. Vísir
Karl á fimmtugsaldri og kona á sjötugsaldri skrikaði fótur í hálku í um 6-700 metra hæð og runnu þau niður um 100 metra niður hlíð. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landsspítala í Fossvogi.

Voru þau á göngu með gönguhóp í Skarðsdal á Skarðsheiði fyrr í dag er þau runnu í hálku. Slösuðust þau við fallið og var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út ásamt þrjátíu manna björgunarliði frá Akranesi, Borgarfirði og úr Borgarnesi.

Þyrlan sótti göngufólkið en voru björgunarsveitir ekki komnar á slysstað þegar þyrlan mætti. Greiðlega gekk að búa um hina slösuðu en aðstæður á slysstað voru erfiðar. Var hinum slösuðu flogið með þyrlunni á Landsspítala í Fossvogi þar sem þau hljóta nú aðhlynningu. Verður samferðamönnum hinna slösuðu boðið upp á áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×