Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borðuðu vöfflur með kaffinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þ. Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs.
Ekki liggur fyrir hvort að deigið í vöfflunum var keypt í Krónunni í morgun, en þar stoppuðu þeir félagar áður en þeir héldu til stjórnarmyndunar úti á landi. Þeir vilja ekki gefa upp hvar þeir funda.
Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanninum stendur fundur Bjarna og Sigmundar Davíðs enn yfir. Fundurinn hafi verið góður og farið hefur verið yfir ýmis mál.
Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarumboð frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á þriðjudaginn.
Fengu sér vöfflur með kaffinu
Tengdar fréttir
Keyptu saman í matinn í morgun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sáust í Krónunni í Mosfellsbæ snemma í morgun.
Skora á félagana að skoða strimilinn
Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun.