Fer Aron ekki til London? Guðjón Guðmundsson skrifar 21. júlí 2012 21:13 Nordicphotos/Bongarts Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel? Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel?
Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira