Innlent

Ferðamaður stal dollurum af flugfreyju Icelandair

Bandarískur ferðamaður var handtekinn á Logan flugvelli í Boston í Bandaríkjunum í gær, sakaður um að hafa stolið 300 dollurum af íslenskri flugfreyju um borð í vél Icelandair, þegar vélin var á leið til Logan.

Lögregla handtók manninn strax eftir lendingu vélarinnar en talið er að hann hafi sturtað megninu af peningunum niður um klósettið, eftir að upp um hann komst.

Á vefnum The Boston Channel segir að verið að að leita að peningunum í skolptanki vélarinnar, en maðurinn á að koma fyrir dómara í Boston í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×