Ferðamenn sólgnir í tappað vatn en treysta sér ekki í lækinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. ágúst 2013 19:25 Ferðamenn eru sólgnir í íslenskt vatn og keppast drykkjarframleiðendur nú við að halda í við eftirspurnina. Kaupmaður í Vík á Mýrdal furðar sig á þorsta ferðamannanna en hann selur þeim rúmt tonn af vatni vikulega, þó svo að hann bendi þeim á sama vatn megi finna í læknum. Viss sprenging hefur orðið í þeim fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim á síðustu árum. Árið 2011 voru þeir rúmlega fimm hundruð og sextíu þúsund en gert er ráð fyrir að þeir verði í kringum átta hundruð þúsund á þessu ári. Eitthvað verða þessir ferðamenn að drekka. Ólíkt því sem gengur og gerist hér á landi er kranavatnið ekki jafn girnilegt víðast hvar annars staðar. Því freista drykkjarframleiðendur þess að klófesta ferðamenn við komu til landsins og færa þeim íslenskt vatn, tappað og merkt. Nú má nálgast íslenskt vatn undir merkjum Pure Icelandic, framleitt af Vífilfell, Iceland Spring frá Ölgerðinni og Icelandic Glacial. Tvö síðarnefndu leggja mikla áherslu á útflutning á meðan Vífilfell hefur eignað sér markaðinn hér á landi. Þannig hefur sumarsalan á Pure Icelandic tvöfaldast frá árinu 2010 hefur Vífilfell nú selt rúmlega tvö hundruð þúsund lítra af íslensku á síðustu 12 mánuðum.„Við sáum svolítinn topp árið 2007 en þetta hefur rokið upp síðustu þrjú árin. Heildaraukningin er gríðarleg. Það á bæði við um matvöruverslanir, fríhöfnina og bensínstöðvar. Þetta er bara íslenska vatnið," segir Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Pure Icelandic. En hvað sem tölunum líður þá eru kaupmaðurinn sem finnur mest fyrir aukningunni. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri Kjarvals í Vík í mýrdal, selur ferðamönnum rúmt tonn af vatni vikulega. „Það er gríðarlega mikil sala. Þeir treysta manni ekki þegar maður segir þeim að drekka úr ánni. Maður drekkur nú sjálfur úr krana heima, þannig að þetta er ansi óvanalegt en kannski venjulegt fyrir útlendinginn“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Ferðamenn eru sólgnir í íslenskt vatn og keppast drykkjarframleiðendur nú við að halda í við eftirspurnina. Kaupmaður í Vík á Mýrdal furðar sig á þorsta ferðamannanna en hann selur þeim rúmt tonn af vatni vikulega, þó svo að hann bendi þeim á sama vatn megi finna í læknum. Viss sprenging hefur orðið í þeim fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim á síðustu árum. Árið 2011 voru þeir rúmlega fimm hundruð og sextíu þúsund en gert er ráð fyrir að þeir verði í kringum átta hundruð þúsund á þessu ári. Eitthvað verða þessir ferðamenn að drekka. Ólíkt því sem gengur og gerist hér á landi er kranavatnið ekki jafn girnilegt víðast hvar annars staðar. Því freista drykkjarframleiðendur þess að klófesta ferðamenn við komu til landsins og færa þeim íslenskt vatn, tappað og merkt. Nú má nálgast íslenskt vatn undir merkjum Pure Icelandic, framleitt af Vífilfell, Iceland Spring frá Ölgerðinni og Icelandic Glacial. Tvö síðarnefndu leggja mikla áherslu á útflutning á meðan Vífilfell hefur eignað sér markaðinn hér á landi. Þannig hefur sumarsalan á Pure Icelandic tvöfaldast frá árinu 2010 hefur Vífilfell nú selt rúmlega tvö hundruð þúsund lítra af íslensku á síðustu 12 mánuðum.„Við sáum svolítinn topp árið 2007 en þetta hefur rokið upp síðustu þrjú árin. Heildaraukningin er gríðarleg. Það á bæði við um matvöruverslanir, fríhöfnina og bensínstöðvar. Þetta er bara íslenska vatnið," segir Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Pure Icelandic. En hvað sem tölunum líður þá eru kaupmaðurinn sem finnur mest fyrir aukningunni. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri Kjarvals í Vík í mýrdal, selur ferðamönnum rúmt tonn af vatni vikulega. „Það er gríðarlega mikil sala. Þeir treysta manni ekki þegar maður segir þeim að drekka úr ánni. Maður drekkur nú sjálfur úr krana heima, þannig að þetta er ansi óvanalegt en kannski venjulegt fyrir útlendinginn“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira