Viðskipti innlent

Ferðaskrifstofan Iceland Travel heiðruð í Miami

Ferðaskrifstofan Iceland Travel var heiðruð í síðustu viku á Cruise Shipping Miami, hinni árlegu skemmtiferðaskiparáðstefnu sem haldin er á Miami, Florida.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að það var fyrirtækið “The World of ResidenSea”, sem stóð að verðlaununum sem bar yfirskriftina  “Celebration of Excellence”, i þeim tilgangi að heiðra 10 bestu  ferðaskipuleggjendur í heimi.

“Að vera opinberlega viðurkennd á þennan hátt, sem fyrirtæki, er mikill heiður fyrir okkur, sérstaklega í  þessum kröfuharða iðnaði sem skipaheimurinn er,” sagði hin ánægða Liz Gammon, yfirmaður skipadeildar Iceland Travel.

Skemmtiferðaskipið World, sem The World of ResidenSea gerir út, hefur oft komið til Reykjavikur og hefur Iceland Travel séð um að skipuleggja skoðunarferðir og fleira fyrir farþegana.

Lúxus skipið The World heimsótti 145 hafnir á langri heimsreisu á síðasta ári og eiga margir Íslendingar  þátt í þessum frábæra árangri, þar á meðal Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur,og Steingrímur Gunnarsson leiðsögumaður og fyrrverandi starfsmaður hjá Þjóðmenningarhúsinu.  Þeir héldu báðir fyrirlestra um borð í skipinu á leið þess frá Færeyjum til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×