Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum. Fyrr á þessu ári var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun fullgiltur á Íslandi og samhliða var hegningarlögunum breytt. Ein af þeim breytingum er að Íslendingur sem verður uppvís að kynferðislegu samneyti við barn í öðru landi getur nú verið dæmdur fyrir það á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Þetta á við jafnvel þótt lög þess lands banni ekki kynferðislegt samneyti við börn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs. Á hverju ári leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna. Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum. Í kjölfar alþjóðavæðingar og auðveldari ferðamáta hefur kynferðisleg misnotkun í tengslum við ferðaþjónustu aukist til muna. Ferðamennirnir eru yfirleitt frá Vesturlöndum og ferðast til þróunarlanda eða landa þar sem efnahagur og aðstæður eru verri en í heimalandinu. Þeir sem leggja upp í utanferðir í þeim tilgangi að stunda kynferðisofbeldi gagnvart börnum nýta sér neyð barnanna. Þessi börn búa yfirleitt við fátækt og erfiðar aðstæður og bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum og því ofbeldi sem þau verða fyrir. Þau eru gjarnan fórnarlömb mansals og hinn fullorðni getur aldrei skýlt sér á bak við samþykki barnsins.Siðareglur ferðaþjónustuaðila Fjöldi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur, í samstarfi við frjáls félagasamtök á borð við Save the Children, gert og undirritað siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í ferðaþjónustu. Þar með hafa þau lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slíkt. Ýmsar ferðaskrifstofur á Íslandi selja ferðir til staða sem þekktir eru fyrir mansal á börnum, þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja mjög mikilvægt að íslenskir aðilar í ferðaþjónustu geri og undirriti siðareglur og taki þannig þátt í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Vitundarvakning meðal ferðamanna er einnig mikilvæg. Því væri æskilegt að á vefsíðum ferðaskrifstofa, í bæklingum og/eða með ferðagögnum fylgdu leiðbeiningar til ferðamanna um ábyrga ferðamennsku og hvað þeir eiga að gera verði þeir varir við kynferðislegt ofbeldi á börnum í ferðum sínum. Ferðamenn eiga að tilkynna slíkt til lögregluyfirvalda á staðnum, til fararstjóra eða ferðaskrifstofu. Jafnframt er mikilvægt að fórnarlömbunum sé veitt aðstoð af hálfu fagaðila. Við getum ekki sætt okkur við að ferðamenn komist upp með að beita börn sem búa við fátækt og erfiðar aðstæður kynferðisofbeldi. Með markvissri stefnu og samstilltu átaki væri hægt að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í mun meiri mæli. Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska eftir samstarfi við íslenska ferðaþjónustuaðila um að innleiða siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi af hálfu ferðamanna. Þannig sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum skýr skilaboð um að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verði ekki látið óátalið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum. Fyrr á þessu ári var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun fullgiltur á Íslandi og samhliða var hegningarlögunum breytt. Ein af þeim breytingum er að Íslendingur sem verður uppvís að kynferðislegu samneyti við barn í öðru landi getur nú verið dæmdur fyrir það á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Þetta á við jafnvel þótt lög þess lands banni ekki kynferðislegt samneyti við börn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs. Á hverju ári leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna. Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum. Í kjölfar alþjóðavæðingar og auðveldari ferðamáta hefur kynferðisleg misnotkun í tengslum við ferðaþjónustu aukist til muna. Ferðamennirnir eru yfirleitt frá Vesturlöndum og ferðast til þróunarlanda eða landa þar sem efnahagur og aðstæður eru verri en í heimalandinu. Þeir sem leggja upp í utanferðir í þeim tilgangi að stunda kynferðisofbeldi gagnvart börnum nýta sér neyð barnanna. Þessi börn búa yfirleitt við fátækt og erfiðar aðstæður og bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum og því ofbeldi sem þau verða fyrir. Þau eru gjarnan fórnarlömb mansals og hinn fullorðni getur aldrei skýlt sér á bak við samþykki barnsins.Siðareglur ferðaþjónustuaðila Fjöldi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur, í samstarfi við frjáls félagasamtök á borð við Save the Children, gert og undirritað siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í ferðaþjónustu. Þar með hafa þau lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slíkt. Ýmsar ferðaskrifstofur á Íslandi selja ferðir til staða sem þekktir eru fyrir mansal á börnum, þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja mjög mikilvægt að íslenskir aðilar í ferðaþjónustu geri og undirriti siðareglur og taki þannig þátt í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Vitundarvakning meðal ferðamanna er einnig mikilvæg. Því væri æskilegt að á vefsíðum ferðaskrifstofa, í bæklingum og/eða með ferðagögnum fylgdu leiðbeiningar til ferðamanna um ábyrga ferðamennsku og hvað þeir eiga að gera verði þeir varir við kynferðislegt ofbeldi á börnum í ferðum sínum. Ferðamenn eiga að tilkynna slíkt til lögregluyfirvalda á staðnum, til fararstjóra eða ferðaskrifstofu. Jafnframt er mikilvægt að fórnarlömbunum sé veitt aðstoð af hálfu fagaðila. Við getum ekki sætt okkur við að ferðamenn komist upp með að beita börn sem búa við fátækt og erfiðar aðstæður kynferðisofbeldi. Með markvissri stefnu og samstilltu átaki væri hægt að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í mun meiri mæli. Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska eftir samstarfi við íslenska ferðaþjónustuaðila um að innleiða siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi af hálfu ferðamanna. Þannig sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum skýr skilaboð um að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verði ekki látið óátalið.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun