Innlent

Ferðatöskurnar fóru ekki um borð - 17 vélum seinkaði

Boði Logason skrifar
Farþegar á Keflavíkurfluvelli
Farþegar á Keflavíkurfluvelli Mynd úr safni
Bilun kom upp í farangursflokkurnarkerfinu á Keflavíkurflugvelli í nótt með þeim afleiðingum að engar ferðatöskur fóru um borð í flugvélar frá klukkan fjögur til sjö.

Brottför sautján flugvéla tafðist ýmist um þrjátíu til níutíu mínútur og langar biðraðir mynduðust í innritunarsalnum.

Friðþór Eydal, upplýsinga fulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að sett hafi verið upp handvirkt kerfi, sem sé öllu seinlegra en stafræna.

Ekki er ljóst hvað olli biluninni, en tæknimenn vinna nú að því að komast að því hvað fór úrskeiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×