Enski boltinn

Ferguson mun stilla upp tveimur liðum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið. United þarf að spila við Everton á morgun og síðan er leikur við Real Madrid í Meistaradeildinni um miðja næstu viku.

Ferguson hefði eðlilega viljað spila í dag. Hann verður því að bregðast við aðstæðum með því að stilla upp tveimur liðum í þessum tveimur leikjum.

"Þetta verða tvö mismunandi lið. Liðið á morgun verður ekki sama lið og spilar á miðvikudag. Ég treysti mínum leikmannahópi. Þetta eru allt landsliðsmenn og engin ástæða fyrir mig til þess að treysta þeim ekki," sagði Ferguson.

Skotinn var svo reiður yfir þessari ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að hann ýjaði að því að það væri réttast að mæta ekki í Everton-leikinn.

Real Madrid spilar sinn deildarleik í dag gegn Sevilla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×