Fermetrinn dýrastur á Seltjarnarnesi, ódýrastur á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 14:27 Fermetrinn í miðborg Reykjavíkur kostar 403.236 krónur samkvæmt samantekt Salvars Þórs Sigurðssonar. Vísir Meðalfermetraverð á Íslandi er 229.630 krónur, meðalfasteignin kostar 30.921.795 krónur, fermetrinn er dýrastur á Seltjarnarnesi en ódýrastur á Flateyri. Þetta eru niðurstöður útreikninga Salvars Þórs Sigurðssonar, tölvunarfræðings, en hann tók alls 2.594 íbúðir sem skráðar eru á fasteignavef Vísis og setti þær inn í Excel-skjal. Þær íbúðir sem um ræðir eru á milli 40 og 400 fermetrar að stærð og eru tveggja til sjö herbergja. Útreikningarnir miðast við uppgefið verð á fasteignavefnum sem er ekki endilega það verð sem greitt er á endanum fyrir eignina. Fermetrinn kostar mest á Seltjarnarnesi, 403.236 krónur. Í næstu sætum á eftir koma Garðabær, Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en fermetraverð í höfuðborginni er 345.231 krónur. Ódýrasti fermetrinn á Flateyri Það vekur nokkra athygli að fermetrinn er svo 1.153 krónum dýrari á Akureyri heldur en í Hafnarfirði, þar sem hann kostar 257.710 krónur en 258.863 krónur fyrir norðan. Ódýrasti fermetrinn er svo á Flateyri á Vestfjörðum þar sem hann kostar 51.354 krónur samkvæmt útreikningum Salvars. Fermetrinn er næstódýrastur á Ólafsfirði, þar sem hann kostar 92.440 krónur.Hlíðahverfi dýrara en Vesturbærinn Salvar kannaði líka fermetraverð innan Reykjavíkur sem er langhæst í miðborginni. Fermetrinn þar kostar 403.076 krónur. Næst kemur Hlíðahverfi þar sem fermetrinn kostar 374.225 krónur og svo Vesturbærinn þar sem verðið er 344.057 krónur. Fermetrinn er ódýrastur á Kjalarnesi þar sem hann kostar 226.681 krónu. Fermetrinn er líka ódýr í Breiðholtinu; í póstnúmeri 111 kostar hann 237.023 krónur og í póstnúmeri 109 238.029 krónur. Hægt er að sjá alla útreikninga Salvars hér að neðan.Create infographics Tengdar fréttir Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Meðalfermetraverð á Íslandi er 229.630 krónur, meðalfasteignin kostar 30.921.795 krónur, fermetrinn er dýrastur á Seltjarnarnesi en ódýrastur á Flateyri. Þetta eru niðurstöður útreikninga Salvars Þórs Sigurðssonar, tölvunarfræðings, en hann tók alls 2.594 íbúðir sem skráðar eru á fasteignavef Vísis og setti þær inn í Excel-skjal. Þær íbúðir sem um ræðir eru á milli 40 og 400 fermetrar að stærð og eru tveggja til sjö herbergja. Útreikningarnir miðast við uppgefið verð á fasteignavefnum sem er ekki endilega það verð sem greitt er á endanum fyrir eignina. Fermetrinn kostar mest á Seltjarnarnesi, 403.236 krónur. Í næstu sætum á eftir koma Garðabær, Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en fermetraverð í höfuðborginni er 345.231 krónur. Ódýrasti fermetrinn á Flateyri Það vekur nokkra athygli að fermetrinn er svo 1.153 krónum dýrari á Akureyri heldur en í Hafnarfirði, þar sem hann kostar 257.710 krónur en 258.863 krónur fyrir norðan. Ódýrasti fermetrinn er svo á Flateyri á Vestfjörðum þar sem hann kostar 51.354 krónur samkvæmt útreikningum Salvars. Fermetrinn er næstódýrastur á Ólafsfirði, þar sem hann kostar 92.440 krónur.Hlíðahverfi dýrara en Vesturbærinn Salvar kannaði líka fermetraverð innan Reykjavíkur sem er langhæst í miðborginni. Fermetrinn þar kostar 403.076 krónur. Næst kemur Hlíðahverfi þar sem fermetrinn kostar 374.225 krónur og svo Vesturbærinn þar sem verðið er 344.057 krónur. Fermetrinn er ódýrastur á Kjalarnesi þar sem hann kostar 226.681 krónu. Fermetrinn er líka ódýr í Breiðholtinu; í póstnúmeri 111 kostar hann 237.023 krónur og í póstnúmeri 109 238.029 krónur. Hægt er að sjá alla útreikninga Salvars hér að neðan.Create infographics
Tengdar fréttir Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39