Fermetrinn dýrastur á Seltjarnarnesi, ódýrastur á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 14:27 Fermetrinn í miðborg Reykjavíkur kostar 403.236 krónur samkvæmt samantekt Salvars Þórs Sigurðssonar. Vísir Meðalfermetraverð á Íslandi er 229.630 krónur, meðalfasteignin kostar 30.921.795 krónur, fermetrinn er dýrastur á Seltjarnarnesi en ódýrastur á Flateyri. Þetta eru niðurstöður útreikninga Salvars Þórs Sigurðssonar, tölvunarfræðings, en hann tók alls 2.594 íbúðir sem skráðar eru á fasteignavef Vísis og setti þær inn í Excel-skjal. Þær íbúðir sem um ræðir eru á milli 40 og 400 fermetrar að stærð og eru tveggja til sjö herbergja. Útreikningarnir miðast við uppgefið verð á fasteignavefnum sem er ekki endilega það verð sem greitt er á endanum fyrir eignina. Fermetrinn kostar mest á Seltjarnarnesi, 403.236 krónur. Í næstu sætum á eftir koma Garðabær, Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en fermetraverð í höfuðborginni er 345.231 krónur. Ódýrasti fermetrinn á Flateyri Það vekur nokkra athygli að fermetrinn er svo 1.153 krónum dýrari á Akureyri heldur en í Hafnarfirði, þar sem hann kostar 257.710 krónur en 258.863 krónur fyrir norðan. Ódýrasti fermetrinn er svo á Flateyri á Vestfjörðum þar sem hann kostar 51.354 krónur samkvæmt útreikningum Salvars. Fermetrinn er næstódýrastur á Ólafsfirði, þar sem hann kostar 92.440 krónur.Hlíðahverfi dýrara en Vesturbærinn Salvar kannaði líka fermetraverð innan Reykjavíkur sem er langhæst í miðborginni. Fermetrinn þar kostar 403.076 krónur. Næst kemur Hlíðahverfi þar sem fermetrinn kostar 374.225 krónur og svo Vesturbærinn þar sem verðið er 344.057 krónur. Fermetrinn er ódýrastur á Kjalarnesi þar sem hann kostar 226.681 krónu. Fermetrinn er líka ódýr í Breiðholtinu; í póstnúmeri 111 kostar hann 237.023 krónur og í póstnúmeri 109 238.029 krónur. Hægt er að sjá alla útreikninga Salvars hér að neðan.Create infographics Tengdar fréttir Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Meðalfermetraverð á Íslandi er 229.630 krónur, meðalfasteignin kostar 30.921.795 krónur, fermetrinn er dýrastur á Seltjarnarnesi en ódýrastur á Flateyri. Þetta eru niðurstöður útreikninga Salvars Þórs Sigurðssonar, tölvunarfræðings, en hann tók alls 2.594 íbúðir sem skráðar eru á fasteignavef Vísis og setti þær inn í Excel-skjal. Þær íbúðir sem um ræðir eru á milli 40 og 400 fermetrar að stærð og eru tveggja til sjö herbergja. Útreikningarnir miðast við uppgefið verð á fasteignavefnum sem er ekki endilega það verð sem greitt er á endanum fyrir eignina. Fermetrinn kostar mest á Seltjarnarnesi, 403.236 krónur. Í næstu sætum á eftir koma Garðabær, Kópavogur, Reykjavík og Mosfellsbær, en fermetraverð í höfuðborginni er 345.231 krónur. Ódýrasti fermetrinn á Flateyri Það vekur nokkra athygli að fermetrinn er svo 1.153 krónum dýrari á Akureyri heldur en í Hafnarfirði, þar sem hann kostar 257.710 krónur en 258.863 krónur fyrir norðan. Ódýrasti fermetrinn er svo á Flateyri á Vestfjörðum þar sem hann kostar 51.354 krónur samkvæmt útreikningum Salvars. Fermetrinn er næstódýrastur á Ólafsfirði, þar sem hann kostar 92.440 krónur.Hlíðahverfi dýrara en Vesturbærinn Salvar kannaði líka fermetraverð innan Reykjavíkur sem er langhæst í miðborginni. Fermetrinn þar kostar 403.076 krónur. Næst kemur Hlíðahverfi þar sem fermetrinn kostar 374.225 krónur og svo Vesturbærinn þar sem verðið er 344.057 krónur. Fermetrinn er ódýrastur á Kjalarnesi þar sem hann kostar 226.681 krónu. Fermetrinn er líka ódýr í Breiðholtinu; í póstnúmeri 111 kostar hann 237.023 krónur og í póstnúmeri 109 238.029 krónur. Hægt er að sjá alla útreikninga Salvars hér að neðan.Create infographics
Tengdar fréttir Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Veruleg hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%. 21. janúar 2015 09:39