Fíklar hljóti aukin réttindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Helgi HRafn Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira