Fílasteikur og ljónakjöt í 91 árs afmæli Mugabe Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2015 12:50 Robert Mugabe hefur stjórnað Simbabve síðustu 35 ár. Vísir/AFP Dýraverndunarsinnar og erlendir stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við fréttum sem hafa borist af undirbúningi 91 árs afmælisveislu Robert Mugabe Simbabveforseta. Veislan fer fram við Viktoríufossa á laugardaginn.Í frétt Mirror segir að tveir fílar, vísundar, ljón og ólíkar tegundir af antilópum séu á meðal þeirra villtu dýra sem til stendur að slátra en áætlaður kostnaður við hátíðarhöldin eru milli 600 og 850 milljónir króna. Búist er við að um 20 þúsund gestir verði viðstaddir afmælið. Johnny Rodrigues, formaður stofnunar sem heldur utan um verndarsvæði landsins, segist misboðið vegna fréttanna. „Við segjumst vera með bestu náttúruverndarstefnu heims, en forsetinn sýnir ekki gott fordæmi. Hvernig getur hann talað gegn veiðiþjófnaði þegar hann heimilar þetta?“ Verkafólk víðs vegar um landið hefur neyðst til að leggja undirbúningi veislunnar lið. Þannig hafa um 1.500 krónur verið teknar af launum allra kennara landsins. Mugabe hefur stjórnað landinu síðastliðin 35 ár og er efnahagur landsins í molum. Verðbólga er mikil og fátækt sömuleiðis og þarf því ekki að koma á óvart að veisluhöldin hafi vakið reiði. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, segist í grein ekki botna í því að nokkur skuli vilja sækja veislu forsetans. Segir hann með öllu óréttlætanlegt að halda veislu sem þessa á meðan flestir landsmenn þéni ekki nema um 50 krónur á dag. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Dýraverndunarsinnar og erlendir stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við fréttum sem hafa borist af undirbúningi 91 árs afmælisveislu Robert Mugabe Simbabveforseta. Veislan fer fram við Viktoríufossa á laugardaginn.Í frétt Mirror segir að tveir fílar, vísundar, ljón og ólíkar tegundir af antilópum séu á meðal þeirra villtu dýra sem til stendur að slátra en áætlaður kostnaður við hátíðarhöldin eru milli 600 og 850 milljónir króna. Búist er við að um 20 þúsund gestir verði viðstaddir afmælið. Johnny Rodrigues, formaður stofnunar sem heldur utan um verndarsvæði landsins, segist misboðið vegna fréttanna. „Við segjumst vera með bestu náttúruverndarstefnu heims, en forsetinn sýnir ekki gott fordæmi. Hvernig getur hann talað gegn veiðiþjófnaði þegar hann heimilar þetta?“ Verkafólk víðs vegar um landið hefur neyðst til að leggja undirbúningi veislunnar lið. Þannig hafa um 1.500 krónur verið teknar af launum allra kennara landsins. Mugabe hefur stjórnað landinu síðastliðin 35 ár og er efnahagur landsins í molum. Verðbólga er mikil og fátækt sömuleiðis og þarf því ekki að koma á óvart að veisluhöldin hafi vakið reiði. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, segist í grein ekki botna í því að nokkur skuli vilja sækja veislu forsetans. Segir hann með öllu óréttlætanlegt að halda veislu sem þessa á meðan flestir landsmenn þéni ekki nema um 50 krónur á dag.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira