Viðskipti innlent

Fíllinn í stofunni er íslenska krónan

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar flutti erindi á fundi Viðskiptaráðs Íslands í dag.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar flutti erindi á fundi Viðskiptaráðs Íslands í dag. mynd/ gva.
„Ég held því miður að við viljum ekki erlenda fjárfestingu," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á Viðskiptaþingi í dag. Jón segir umræðu hér mótast af ótta við útlendinga.

Þá gerði Jón stöðu gjaldmiðla að umfjöllunarefni og sagði að það væru tveir gjaldmiðlar á Íslandi, óverðtryggð og verðtryggð króna. Hann benti á mikilvægi þess að Íslendingar tækju upp evru. „Þeir sem vilja ekki að við göngum í ESB og tökum upp evru, skulda aðra leið. Núverandi leið er ófær," sagði hann. Hann sagði jafnframt að óstöðugur gjaldmiðill væri ástæðan fyrir reiði í þjóðfélaginu. Þetta valdi eignatilfærslum sem fólk er skiljanleg reitt yfir. „Fíllinn í stofunni er íslenska krónan. Við erum alltaf að moka því út sem kemur aftur úr honum," sagði Jón.

Vísir er með beina twitterlýsingu frá Viðskiptaþingi í dag. Að auki verður ítarleg umfjöllun á Stöð 2 í kvöld og í Fréttablaðinu á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×