Íslenski boltinn

Fimm af sex markahæstu starfa hjá 365

Kjartan Guðmundsson skrifar
Ef Guðmundur, Hemmi Gunn, Hörður og Tryggvi mynduðu firmalið er ljóst að sóknarleikur yrði í hávegum hafður. Á myndina vantar Inga Björn, sem líka starfar innan vébanda 365.
Ef Guðmundur, Hemmi Gunn, Hörður og Tryggvi mynduðu firmalið er ljóst að sóknarleikur yrði í hávegum hafður. Á myndina vantar Inga Björn, sem líka starfar innan vébanda 365. Mynd/GVA
Fimm af sex markahæstu leikmönnum efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi starfa innan vébanda 365 miðla.

Sá markahæsti, Ingi Björn Albertsson (126 mörk), starfar hjá dreifingarfyrirtækinu Pósthúsinu sem er í eigu 365, Tryggvi Guðmundsson (122 mörk) og Guðmundur Steinsson (101 mark) vinna í auglýsingadeild 365, Hermann Gunnarsson (95 mörk) er útvarpsmaður á Bylgjunni og Hörður Magnússon (87 mörk) er íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 Sport. Matthías Hallgrímsson er númer fimm á listanum með 94 mörk.

„Það er skemmtileg tilviljun að svo margir af okkur markahæstu leikmönnum störfum hjá sama fyrirtækinu,“ segir Tryggvi.

„Þetta eru allt léttir kallar. Gumma Steins hitti ég reglulega hjá kaffivélinni og við spjöllum um fótbolta. Svo er ég góður vinur Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur, dóttur Inga Björns, og hitti kallinn annað slagið í gegnum þau. Það er létt á milli okkar og hann er ekkert að stressa sig á því að ég slái markametið hans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×