Innlent

Fimmtíu króna myntin fallegust

Birta Björnsdóttir skrifar
Gestum myntsafnsins þykir fimmtíu króna myntin fegurst.
Gestum myntsafnsins þykir fimmtíu króna myntin fegurst. Vísir
Íslenska fimmtíu króna myntin þykir fremst meðal jafningja hvað fegurð varðar. Það er í það minnsta skoðun meirihuta gesta myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafnsins á nýafstaðinni Safnanótt sem gátu greitt atkvæði um fegurstu myntina.

Fimmtíu króna myntin hlaut einnig flest atkvæði frá starfsmönnum Seðlabankans svo ljóst er að yfirburðir hins gyllta penings eru umtalsverðir hvað fegurð varðar. Í öðru sæti í fegurðarsamkeppni myntanna var svo fimm króna peningurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×