Viðskipti innlent

Financial Times segir söluferli Iceland hafið

Financial Times segir að slitastjórn Landsbankans sé að hefja söluferlið á verslunarkeðjunni Iceland sem er dýrmætasta eign þrotabúsins.

Í frétt Financial Times um málið segir að slitastjórnin hafi sent frá sér skýr merki um að söluferlið sé hafið og að á næstu vikum muni verða rætt við ýmsa fjárfestingarbanka um málið.

Blaðið hefur eftir slitastjórninni að þar á bæ séu menn nú að meta kostina í stöðunni hvað varðar sölu á 66% hlut sínum í Iceland. Talið er að slitastjórnin vilji fá allt að tvo milljarða punda fyrir Iceland eða sem nemur 370 milljörðum króna fyrir keðjuna.

Fram kemur í fréttinni að Malcolm Walker forstjóri Iceland eigi forkaupsrétt á Iceland og hafi raunar boðið milljarð punda fyrir keðjuna. Hinsvegar sé ekki víst að hann hafi áhuga á að borga tvöfalt það verð.

Slitastjórnin segir að Walker sé látinn vita að fullu um þróun mála en hann er sem stendur í fjallgöngu á tind Evrest í þágu góðgerðarmála.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×