Innlent

Finnsk stúlka hafnaði þrælahaldi á íslenskum bóndabæ

Stúlkan réð sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á bænum.
Stúlkan réð sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á bænum. Mynd/Getty
Finnsk stúlka sem réði sig á bóndabæ þar sem ferðaþjónusta er í boði hér sunnanlands segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við bóndann.

Stúlkan sem hér um ræðir, heitir Maija, og hún réð sig á bóndabæinn í gegnum Nordjobb sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á bænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá.

Maija segir í samtali við Fréttastofu að hana hafi lengi langað til að dvelja sumarlangt á Íslandi og upplifa einstaka náttúru landsins. Því hafi hún komið til landsins í gegnum Nordjobb. Hún hafi hinsvegar sagt bóndanum að fara fjandans til þegar hann þverbraut ráðningarsamning hennar og sé hún því aftur komin til borgarinnar.

Maija ber forráðamönnum Nordjobb vel söguna í þessum hremmingum sínum og segir að þeir séu nú að reyna að útvega henni aðra vinnu svo hún geti notið hins íslenska sumars áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×