Fiskar í Kleifarvatni sagðir í andarslitrum 26. júlí 2012 09:00 Vatnsborðið lækkaði um einn metra á einu ári eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000 og flatarmál vatnsins minnkaði um fimmtung. Kafarar eru sagðir hafa komið auga á mikið af dauðum fiski. Veiðimenn óttast að vatnið mettist af brennisteinsvetni. Mynd/Héðinn Ólafsson „Það er eitthvað mikið að ske þarna og mikið að,“ segir stangveiðimaðurinn Guðmundur Falk á spjallsvæði vefsins veidi.is þar sem hann gerir stöðuna í lífríkinu í Kleifarvatni að umtalsefni. „Kafari sem ég þekki til fór í Kleifarvatn, og ekki bara á helstu staði þar sem kafað er, heldur við austurlandið líka og er mikið af dauðum fiski í botninum, bæði stór og smár og mikil rotnun,“ skrifar Guðmundur á veidi.is. Ekki náðist í Guðmund í gær en í færslu á spjallsvæðinu spyr hann hvort ekki þurfi að athuga með gæði vatnsins. Brennisteinsvetni streymi upp um sprungur á botni vatnsins og sé að aukast það mikið að það drepi fiskinn. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur Kleifarvatn til umráða og selur þar veiðileyfi. Vilborg Reynisdóttir, formaður félagsins, kveðst ekki hafa vitneskju um stórfelldan fiskadauða í vatninu. „Við vildum helst að viðkomandi kafari myndi láta okkur vita hvar þetta er svo við getum farið í einhverja rannsókn,“ segir Vilborg og bendir á að svæðið sé jarðfræðilega óstöðugt. „Það getur komið gas upp og fiskurinn synt yfir. Þetta gæti hafa gerst í mörg ár án þess að við vitum af því,“ bætir hún við og kveðst ætla að setja sig í samband við Veiðimálastofnun. „Ég ætla að athuga hvort þeir geti ekki liðsinnt okkur með þetta.“ Þórólfur Antonsson fiskifræðingur segir Veiðimálastofnun ekki hafa haft spurnir af fiskadauða í Kleifarvatni. Þórólfur minnir á að miklar breytingar hafi orðið við Kleifarvatn eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Vatnsborðið hafi lækkað afar mikið en sé þó breytilegt og hverir kraumi undir yfirborðinu. „Það er því ekki að furða þótt eitthvað gangi á en við höfum ekki gert neinar rannsóknir á því,“ segir hann. Þórólfur segir ýmis efni koma upp með heita vatninu og eftir því sem yfirborð Kleifarvatns lækki hafi þessi efni hlutfallslega meiri áhrif. „Svo gæti þetta verið staðbundið í vatninu og fiskurinn villst inn á einhver svæði sem eru slæm,“ segir hann og bætir við að Veiðimálastofnun vildi gjarnan að betur væri fylgst með Kleifarvatni í kjölfar þeirra breytinga sem orðnar eru vegna jarðskjálftanna. gar@frettabladid.is Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
„Það er eitthvað mikið að ske þarna og mikið að,“ segir stangveiðimaðurinn Guðmundur Falk á spjallsvæði vefsins veidi.is þar sem hann gerir stöðuna í lífríkinu í Kleifarvatni að umtalsefni. „Kafari sem ég þekki til fór í Kleifarvatn, og ekki bara á helstu staði þar sem kafað er, heldur við austurlandið líka og er mikið af dauðum fiski í botninum, bæði stór og smár og mikil rotnun,“ skrifar Guðmundur á veidi.is. Ekki náðist í Guðmund í gær en í færslu á spjallsvæðinu spyr hann hvort ekki þurfi að athuga með gæði vatnsins. Brennisteinsvetni streymi upp um sprungur á botni vatnsins og sé að aukast það mikið að það drepi fiskinn. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur Kleifarvatn til umráða og selur þar veiðileyfi. Vilborg Reynisdóttir, formaður félagsins, kveðst ekki hafa vitneskju um stórfelldan fiskadauða í vatninu. „Við vildum helst að viðkomandi kafari myndi láta okkur vita hvar þetta er svo við getum farið í einhverja rannsókn,“ segir Vilborg og bendir á að svæðið sé jarðfræðilega óstöðugt. „Það getur komið gas upp og fiskurinn synt yfir. Þetta gæti hafa gerst í mörg ár án þess að við vitum af því,“ bætir hún við og kveðst ætla að setja sig í samband við Veiðimálastofnun. „Ég ætla að athuga hvort þeir geti ekki liðsinnt okkur með þetta.“ Þórólfur Antonsson fiskifræðingur segir Veiðimálastofnun ekki hafa haft spurnir af fiskadauða í Kleifarvatni. Þórólfur minnir á að miklar breytingar hafi orðið við Kleifarvatn eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Vatnsborðið hafi lækkað afar mikið en sé þó breytilegt og hverir kraumi undir yfirborðinu. „Það er því ekki að furða þótt eitthvað gangi á en við höfum ekki gert neinar rannsóknir á því,“ segir hann. Þórólfur segir ýmis efni koma upp með heita vatninu og eftir því sem yfirborð Kleifarvatns lækki hafi þessi efni hlutfallslega meiri áhrif. „Svo gæti þetta verið staðbundið í vatninu og fiskurinn villst inn á einhver svæði sem eru slæm,“ segir hann og bætir við að Veiðimálastofnun vildi gjarnan að betur væri fylgst með Kleifarvatni í kjölfar þeirra breytinga sem orðnar eru vegna jarðskjálftanna. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira