Viðskipti innlent

Fiskiskipum fjölgaði um 30

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vestmannaeyingar eiga nokkur flott fiskiskip.
Vestmannaeyingar eiga nokkur flott fiskiskip. mynd/ óskar p. friðriksson.
Alls voru 1.655 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok síðasta árs og hafði þeim fjölgað um 30 frá árinu áður, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Fjöldi vélskipa var 764 og fjölgaði þeim um þrjú á milli ára. Togarar voru alls 58 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Opnir fiskibátar voru 833 og fjölgaði þeim um 26 milli ára.

Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í lok síðasta árs. Það voru 375 skip, eða um 23% fiskiskipastólsins. Næst flest, alls 308, voru með heimahöfn skráða á Vesturlandi, tæp 19%. Fæst skip voru með skráða heimahöfn á Suðurlandi, alls 77, en það samsvarar um 5% af heildarfjölda fiskiskipa.

Meðalaldur íslenska fiskiskipastólsins var tæp 24 ár í árslok 2011. Meðalaldur vélskipa var rúm 22 ár, togaraflotans tæp 27 ár og opinna fiskibáta rúm 23 ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×