Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Raufarhóls, segir mikilvægt að vernda hellinn fyrir ásókn ferðamanna. Mynd/Raufarhóll Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira