Lífið

Fjarlægðu langt rör úr nefi skjaldböku - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Fljótlega kom í ljós að vísindamennirnir voru að toga í plaströr.
Fljótlega kom í ljós að vísindamennirnir voru að toga í plaströr.
Vísindamenn við strendur Kosta Ríka fundu nýverið skjaldböku sem var með eitthvað fast í nefinu. Upprunalega héldu vísindamennirnir að um orm væri að ræða og má heyra þau ræða hvernig ormur þetta sé. Í ljós kemur þó að um rör er að ræða og byrjar að blæða úr nefi skjaldbökunnar.

Þegar rörið kemur út sést að það er um tíu til tólf sentímetrar að lengd og var það allt í nefi skjaldbökunnar.

Við myndbandið stendur að líklega hafi skjaldbakan étið rörið og reynt að kasta því upp aftur. Þá hafi rörið farið upp um rangt op. Sá sem setur myndbandið inn skrifar einnig að blæðingin hafi hætt nánast samstundis og rörið var komið út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.